12.12.2017
Almennt
Ákvörðun Neytendastofu vegna kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna
Síðla árs 2016 kvörtuðu Hagsmunasamtök heimilanna undan markaðssetningu lífeyrissjóðsins í tengslum við nýjan lánakost sjóðsins, óverðtryggð lán. Kvörtun Hagsmunasamtakanna laut að því að ekki komu fram upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar, heildarfjárhæð sem neytandi þarf að greiða og úrskurðar- og réttarúrræði í auglýsingu sjóðsins um óverðtryggð lán.