Fara í efni

Áfallalífeyrir

Skyldusparnaður í lífeyrissjóð veitir tryggingu við fráfall eða örorku sjóðfélaga.
Kona með barnavagn

Maka- og barnalífeyrir

Með greiðslu iðgjalda í skyldusparnað lífeyrissjóða safnast réttindi til maka- og barnalífeyris sem hægt er að sækja um þegar sjóðfélagi fellur frá. Maka- og barnalífeyrir er oftast tímabundinn og er reiknaður út frá réttindum sjóðfélagans. Mismunandi reglur gilda eftir því í hvaða sjóð og deild sjóðfélagi greiddi.

A deild


Makalífeyrir

Hafi einstaklingur verið virkur sjóðfélagi eða lífeyrisþegi og fallið frá fær maki hans greiddan lífeyri sem nemur helming af framreiknuðum lífeyri í þrjú ár og síðan fjórðung næstu tvö árin á eftir. Hafi einstaklingur ekki verið virkur sjóðfélagi en átti uppsöfnuð réttindi í sjóðnum þá fær maki hans greiddan makalífeyri miðað við helming áunninna réttinda.

  • Makalífeyrir er greiddur vegna andláts.
  • Réttur maka er 50% fyrstu þrjú árin.
  • Réttur maka er 25% næstu tvö árin á eftir.

Hafi maki barn yngra en 22 ára á framfæri sínu þá helst 50% makaréttur fram að 22 ára aldri yngsta barns.

Sé maki meira en 50% öryrki og yngri en 67 ár við fráfall sjóðfélaga helst 50% makaréttur á meðan sú örorka varir.

 

Barnalífeyrir

Hafi einstaklingur verið virkur sjóðfélagi og fallið frá eða orðið fyrir orkutapi fá börn hans greiddan barnalífeyri til 22 ára aldurs. Um er að ræða ákveðna krónutölu sem breytist eftir vísitölu neysluverðs.

  • Barnalífeyrir greiddur vegna andláts eða örorku.
  • Greitt þar til barn verður 22ja ára.
  • 33.739 kr. vegna andláts (mv. VNV 2023)
  • 25.304 kr. vegna örorku (mv. VNV 2023)

 

Umsókn um maka- og barnalífeyri

 

V deild


Makalífeyrir

Falli virkur sjóðfélagi frá fær maki hans borgaðan lífeyri sem nemur helming af framreiknuðum lífeyri í tvö ár. Skilyrði er að sjóðfélagi hafi verið virkur fyrir andlát eða hafi notið lífeyrisgreiðslna úr sjóðnum.

Falli sjóðfélagi frá sem hefur áunnið sér réttindi fær maki makalífeyri miðað við helming áunninna réttinda.

  • Réttur maka er þannig 50% af lífeyrisréttindum sjóðfélaga.
  • Hafi maki barn yngra en 18 ára á framfæri sínu helst 50% makaréttur fram að 18 ára aldri yngsta barns.
  • Sé maki meira en 50% öryrki og yngri en 67 ára við fráfall sjóðfélaga helst 50% makaréttur meðan sú örorka varir.

 

Barnalífeyrir

Hafi einstaklingur verið virkur sjóðfélagi og fallið frá

Börn virkra sjóðfélaga fá greiddan barnalífeyri til 18 ára aldurs við fráfall eða örorku sjóðfélaga. Um er að ræða ákveðna krónutölu sem breytist eftir vísitölu neysluverðs. Barnalífeyrir vegna andláts eða örorku sjóðfélaga var að meðaltali 25.304 kr. uppreiknað m.v. vísitölur ársins 2023.

  • Barnalífeyrir greiddur vegna andláts eða örorku.
  • Greitt þar til barn verður 18 ára
  • 25.304 kr. vegna andláts (mv. VNV 2023)
  • 25.304 kr. vegna örorku (mv. VNV 2023)

 

Umsókn um maka- og/eða barnalífeyri

 

B deild


Makalífeyrir

Við fráfall sjóðfélaga hefur maki rétt á 50% af áunnum réttindum hans ævilangt. Hafi sjóðfélagi látist í starfi eða í beinu framhaldi af töku eftirlauna af starfi greiðist 20% viðbótarálag á makalífeyri miðað við fullt starf sjóðfélaga. Makalífeyrir fellur niður ef maki hefur sambúð að nýju.

  • Makalífeyrir er a.m.k. 50% af áunnum réttindum sjóðfélaga
  • Maki fær 20% viðbót ef sjóðfélagi hefur látist í starfi eða á eftirlaunum í beinu framhaldi af starfi.
  • Fellur niður við nýja sambúð.

 

Barnalífeyrir

Hafi sjóðfélagi látist hafa börn hans, yngri en 18 ára, rétt á að sækja um barnalífeyri.

Réttur þessi gildir jafnt fyrir börn, kjörbörn og fósturbörn, sem sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti.

  • Barnalífeyrir greiddur til barna látins sjóðfélaga til 18 ára aldurs

 

Umsókn um maka- og/eða barnalífeyri í B deild

 

R deild

Makalífeyrir

Við fráfall sjóðfélaga hefur maki rétt á 50% af áunnum réttindum hans ævilangt. Hafi sjóðfélagi látist í starfi eða í beinu framhaldi af töku eftirlauna af starfi greiðist 20% viðbótarálag á makalífeyri miðað við fullt starf sjóðfélaga. Makalífeyrir fellur niður ef maki hefur sambúð að nýju.

Eigi sjóðfélagi réttindi í B deild innan R deildar greiðist fullur makalífeyrir í 36 mánuði og helmings makalífeyrir í aðra 24 mánuði eftir það, en ekki ævilangt.

 

Í stuttu máli:

  • Makalífeyrir er a.m.k. 50% af áunnum réttindum sjóðfélaga.
  • Maki fær 20% viðbót ef sjóðfélagi hefur látist í starfi eða á eftirlaunum í beinu framhaldi af starfi.
  • Fellur niður við nýja sambúð.
  • Réttindi í B deild - önnur réttindi.

 

 

Barnalífeyrir

Hafi sjóðfélagi látist hafa börn hans, yngri en 18 ára, rétt á að sækja um barnalífeyri.

Réttur þessi gildir jafnt fyrir börn, kjörbörn og fósturbörn, sem sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti.

Sjóðfélagi sem á réttindi í B deild innan R deildar ávinnur börnum sínum ekki rétt til barnalífeyris.

 

Í stuttu máli:

  • Barnalífeyrir greiddur til barna látins sjóðfélaga til 18 ára aldurs.
  • Réttindi í B deild - enginn barnalífeyrir.

 

Umsókn um maka- og/eða barnalífeyri í R deild

 

 

 

 

Örorkulífeyrir

Með greiðslu iðgjalda í skyldusparnað lífeyrissjóða safnast réttindi til örorkulífeyris sem hægt er að sækja um þegar sjóðfélagi verður fyrir tekjumissi vegna orkutaps. Örorkulífeyrir er reiknaður út frá orkutapi og réttindum sjóðfélagans. Mismunandi reglur gilda eftir því í hvaða sjóð og deild hann greiddi.

A deild

Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð að lágmarki 24 mánuði fyrir orkutap og hafa verið metnir af lækni til meira en 40% örorku og verða fyrir tekjuskerðingu geta átt rétt á örorkulífeyri.

Örorkulífeyrir er framreiknaður til 65 ára aldurs að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (miðað er við þau réttindi sem sjóðfélagi hefði átt hefði hann greitt iðgjöld á sömu forsendum til eftirlaunaaldurs).

Örorkulífeyrir fer eftir mati á örorkuprósentu, tekjutapi og réttindasöfnun.

Örorka miðast við vanhæfni til að gegna starfi sem sjóðfélagi vann þegar hann var metinn til örorku í 5 ár. Eftir þann tíma er örorka hans endurmetin miðað við hæfni til að gegna almennum störfum.

Ítarlegt og undirritað læknisvottorð (Læknisvottorð v/umsóknar um örorkubætur) þarf að fylgja umsókninni, má ekki vera eldra en þriggja mánaða.

  • Miðað við a.m.k. 40% örorkumat
  • Raunveruleg tekjuskerðing
  • Framreiknað til 65 ára aldurs að ákveðnum skilyrðum uppfylltum

 

Umsókn um örorkulífeyri

 

V deild

Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð að lágmarki 24 mánuði fyrir orkutap og hafa verið metnir af lækni til meira en 50% örorku og verða fyrir tekjuskerðingu geta átt rétt á örorkulífeyri.

Örorkulífeyrir er framreiknaður til 65 ára aldurs að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (miðað er við þau réttindi sem sjóðfélagi hefði átt hefði hann greitt iðgjöld á sömu forsendum til eftirlaunaaldurs).

Örorkulífeyrir fer eftir mati á örorkuprósentu, tekjutapi og réttindasöfnun.

Örorka miðast við vanhæfni til að gegna starfi sem sjóðfélagi vann þegar hann var metinn til örorku í 3 ár. Eftir þann tíma er örorka hans endurmetin miðað við hæfni til að gegna almennum störfum.

Ítarlegt og undirritað læknisvottorð (Læknisvottorð v/umsóknar um örorkubætur) þarf að fylgja umsókninni, má ekki vera eldra en þriggja mánaða.

  • Miðað við a.m.k. 50% örorkumat
  • Raunveruleg tekjuskerðing
  • Framreiknað til 65 ára aldurs að ákveðnum skilyrðum uppfylltum

 

Umsókn um örorkulífeyri

 

B deild

Þeir sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins og hafa verið metnir af lækni til meira en 10% örorku geta á rétt á örorkulífeyri. Miðast örorkulífeyrir við áunnin réttindi, þ.e. 2% af launatekjum á ári, m.v. fullt starf.

Örorkulífeyrir er framreiknaður til 65 ára aldurs að ákveðnum forsendum uppfylltum (miðað er við þau réttindi sem sjóðfélagi hefði átt hefði hann greitt iðgjöld á sömu forsendum til ellilífeyrisaldurs).

Örorkulífeyrir fer eftir mati á örorkuprósentu (dæmi: 45% örorka veitir 45% réttindi).

Ítarlegt læknisvottorð (Læknisvottorð v/umsóknar um örorkubætur) þarf að fylgja umsókninni, má ekki vera eldra en þriggja mánaða.

  • Miðað við a.m.k. 10% örorkumat
  • Örorkulífeyrir miðast við áunninn lífeyrisrétt
  • Framreiknað til 65 ára aldurs að ákveðnum skilyrðum uppfylltum

 

Umsókn um örorkulífeyri í B deild

 

R deild

Þeir sem greitt hafa til sjóðsins í a.m.k. þrjú ár og a.m.k. í sex mánuði á undanfarandi 12 mánuðum og hafa verið metnir af lækni til meira en 10% örorku geta átt rétt á örorkulífeyri.

Örorkulífeyrir er framreiknaður til 65 ára aldurs að ákveðnum forsendum uppfylltum (miðað er við þau réttindi sem sjóðfélagi hefði átt hefði hann greitt iðgjöld á sömu forsendum til ellilífeyrisaldurs).

Örorkulífeyrir fer eftir mati á örorkuprósentu (dæmi: 45% örorka veitir 45% réttindi).

Sótt er um örörkulífeyri rafrænt. Ítarlegt læknisvottorð (Læknisvottorð v/umsóknar um örorkubætur) þarf að fylgja umsókninni, má ekki vera eldra en þriggja mánaða.

Eigi sjóðfélagi réttindi í B deild innan R deildar gilda önnur og strangari skilyrði um rétt til örorkulífeyris.

  • Miðað við a.m.k. 10% örorkumat
  • Lágmarkstími iðgjaldagreiðslu
  • Framreiknað til 65 ára aldurs að ákveðnum skilyrðum uppfylltum
  • Réttindi í B deild - önnur réttindi

 

Umsókn um örorkulífeyri í R deild