Fara í efni

Ferill fasteignakaupa

Umsókn og greiðslumat

  • Sótt er rafrænt um lánveitingu á umsóknarvef Brúar lífeyrissjóðs. Kauptilboð ásamt söluyfirliti þarf að liggja fyrir.
  • Þegar umsókn og öll nauðsynleg gögn hafa borist sjóðnum er umsókn unnin og greiðslumat framkvæmt.
  • Ef lánveiting er samþykkt er umsækjandi upplýstur og sjóðurinn staðfestir samþykkta lánveitingu.

Lánaskjöl útbúin, undirrituð og þinglýst

  • Staðfesting á samþykktri lánveitingu er send í tölvupósti til fasteignasala og umsækjandi fær afrit (cc.) af þeim tölvupósti. Óskað er eftir því við fasteignasala hann upplýsi starfsfólk sjóðsins um það hvenær skjalagerð geti hafist og hvenær fyrsti gjalddagi láns eigi að vera, en þetta miðast við það hvenær lánaskjöl eru undirrituð hjá fasteignasala.
  • Sjóðurinn sendir lántaka fylgigögn lánveitingar til rafrænnar undirritunar.
  • Sjóðurinn sendir lánaskjöl rafrænt til fasteignasölu og eru þau undirrituð af lántaka í kaupsamningi (yfirlýsing í kaupsamningi er undirrituð bæði af lántaka og seljanda fasteignar).
  • Fasteignasali afgreiðir kaupsamning og kemur skjölum í þinglýsingu til Sýslumanns.
  • Fasteignasali skilar lánaskjölum til sjóðsins sem kaupir lánið og greiðir það út.

Kvittun fyrir útgreiðslu og máli lokið

  • Sjóðurinn sendir kvittun fyrir útgreiðslu láns til fasteignasala. Sú kvittun er einnig aðgengileg rafrænt hjá lántaka undir Málin mín á Mínum síðum lántaka, á vef sjóðsins.
  • Málinu er lokið að hálfu sjóðsins og lántaki getur sótt um að nýta séreign inn á lánið (sjá hjá www.skatturinn.is) en til þess þarf hann að fá þinglýstan kaupsamning (frá fasteignasala) og rafrænt afrit af láni og kvittun fyrir útgreiðslu (aðgengilegt í viðeigandi lánamáli undir Málin mín á Mínum síðum).

 

Hver sér um hvað?

Hvaða samskipti sér sjóðurinn um fyrir hönd lántaka?

  • Ef samþykkt lánveiting liggur fyrir þá staðfestir sjóðurinn það við fasteignasala í tölvupósti sem lántaki fær einnig afrit af.
  • Sjóðurinn sér um að senda lánaskjöl vegna lánveitingar til fasteignasala en þau eru undirrituð í kaupsamningi hjá fasteignarsala.
  • Sjóðurinn sendir kvittun fyrir útgreiðslu lánveitingar á fasteignasala eins og kemur fram í flestum yfirlýsingum sem undirritaðar eru í kaupsamningi.

Hvaða samskipti eru alfarið milli lántaka og fasteignasala?

  • Allt sem viðkemur kauptilboði og kaupsamningi, hvort sem um er að ræða breytingar eða annað, fer alfarið í gegnum fasteignasala. Ef breytingar verða til dæmis á fjárhæð láns sem tiltekin er í kauptilboði og þeirri fjárhæð sem sótt er um hjá sjóðnum þá þarf lántaki að upplýsa fasteignasalann um þá breytingu.
  • Hvenær lánaskjöl eiga að vera gefin út og send til kaupa til sjóðsins af fasteignasala. Ef undirritun og afgreiðsla lána á að vera á öðrum tíma eftir að umsókn hefur verið samþykkt þá er það alfarið á ábyrgð lántaka og fasteignasala að gæta þess að lánaskjöl verði afgreidd út og send til kaupa til sjóðsins á réttum tíma. Þetta getur skipti máli varðandi það hvernig fyrsta greiðsla lánsins lítur út.

Hvaða gögn mun lántaki fá frá sjóðnum að lántöku lokinni?

Að lántöku lokinni verður til nýtt mál inni á Mínum síðum undir Málin mín merkt viðeigandi lánanúmeri. Þar má finna eftirfarand skjöl:

  • Afrit af nýju þinglýstu láni.
  • Afrit af útgreiðslukvittun láns.

Öll önnur gögn og fylgiskjöl umsóknar eru undir umsóknarmáli sjóðsfélaga.

Hvaða gögn mun lántaki fá frá fasteignasölunni varðandi kaupin?

  • Afrit af undirrituðu og samþykktu kauptilboði.
  • söluyfirlit eignar.
  • Afrit af þinglýstum kaupsamningi.
  • Uppgjörsyfirlit með öllum greiðslum tilgreindum.
  • Afrit af þinglýstu afsali.

 

 

Hvað þarf að hafa í huga varðandi kauptilboð?

Sjóðurinn hefur ekki heimild til að veita umsækjendum ráðgjöf varðandi lán en gott getur verið að hafa í huga eftirfarandi atriði:

        • Ef fram kemur í kauptilboði að lán eigi að greiðast út við kaupsamning en afhending eignar er ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar þá kann sú staða að koma upp að lántaki byrji að greiða af láninu áður en hann fær eignina afhenta.
        • Um leið og lán er greitt út telst sú dagsetning vera upphaf lánveitingar og útreikningur á vöxtum og verðbótum hefjast frá þeim tímapunkti, jafnvel þó að fyrsti gjalddagi sé ákveðinn fram í tímann.
        • Sjóðurinn ber enga ábyrgð á ákvæðum kauptilboðs. Kauptilboð er undirritað í samráði við fasteignasala áður en sótt er um lán hjá sjóðnum.