Lífeyrisaukaiðgjald í A deild Brúar lífeyrissjóðs mun haldast óbreytt fyrir árið 2025 eða 6,2%. Lífeyrisaukaiðgjald er byggt á útreikningi tryggingastærðfræðings sjóðsins. Heildarmótframlag vinnuveitanda verður því áfram 17,7% (11,5% og 6,2%).
Þróun mótframlags frá 1.6.2017
Gildistími frá | Til | Mótframlag | Lífeyrisaukagjald | Samtals |
1.1.2025 | 11,5% | 6,2% | 17,7% | |
1.1.2024 | 31.12.2024 | 11,5% | 6,2% | 17,7% |
1.1.2023 | 31.12.2023 | 11,5% | 8,9% | 20,4% |
1.1.2022 | 31.12.2022 | 11,5% | 7% | 18,5% |
1.1.2021 | 31.12.2021 | 11,5% | 7% | 18,5% |
1.1.2020 | 31.12.2020 | 11,5% | 6,6% | 18,1% |
1.1.2019 | 31.12.2019 | 11,5% | 6% | 17,5% |
1.6.2017 | 31.12.2018 | 11,5% | 4,5% | 15,5% |
Uppgjör vegna breytinga á A deild 2017
Breytingar urðu á A deild sjóðsins árið 2017. Með framlögum launagreiðenda í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð var ábyrgð launagreiðenda á réttindum í A deild afnumin. Uppgjör fyrir tímabilið 1. janúar til 31. maí 2017 vegna breytinga á A deild sjóðsins liggur fyrir en samkvæmt því greiða launagreiðendur eftirfarandi framlög til sjóðsins:
- Jafnvægissjóður, 9.958.717.284 kr., sem ráðstafað skal til að koma áfallinni stöðu A deildar Brúar í jafnvægi miðað við 31. maí 2017.
- Lífeyrisaukasjóður, 27.260.749.984 kr., til að mæta framtíðarskuldbindingum vegna lífeyrisauka þeirra sjóðfélaga sem eiga rétt á honum.
- Varúðarsjóður, 3.015.817.552 kr., sem ætlað er að styðja við lífeyrisaukasjóð.
Jafnvægissjóðnum er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra frá stofnun sjóðsins til 31. maí 2017. Lífeyrisaukasjóðnum og varúðarsjóðnum er skipt hlutfallslega á launagreiðendur eftir iðgjaldaskilum þeirra fyrir tímabilið 1. janúar 2017 til 31. maí 2017.
Rökin fyrir þessari skiptingu er að ef ekki hefði komið til lagabreytinga í desember 2016 hefði mótframlag launagreiðenda í A deild verið hækkað í allt að 21% til að koma tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins í jafnvægi. Því hefðu launagreiðendur sem borguðu iðgjald til sjóðsins á árinu 2017 borið hækkunina alfarið.
Launagreiðendur sem greiða hærra mótframlag mánaðarlega vegna lífeyrisaukaframlags er ekki reiknuð hlutdeild í lífeyrisaukasjóðnum.
Skýrsla um tryggingafræðilega athugun A deildar m.v. maí 2017
Árshlutareikningur A og V deild Brúar lífeyrissjósð m.v. 31. maí 2017