Fara í efni

Lífeyrir

Sjóðfélagar afla sér réttinda til eftirlauna til æviloka auk þess sem þeir ávinna sér rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris.

Eftirlaun til æviloka Lífeyrisreiknivél

 

Lautarferð

 



 

Deildir Brúar lífeyrissjóðs

Brú lífeyrissjóður skiptist í fjórar deildir. Inni á lífeyrisréttindin mín getur þú kannað í hvaða deild þú greiðir en þær veita mismunandi réttindi. V deild sjóðsins er opin öllum sem ekki eru með kjarasamningsbundna skyldu til ákveðins lífeyrissjóðs og býðst sjóðfélögum sem eru í A deild að færa sig yfir í V deild.

 

 



Hvernig virkar lífeyrissjóðskerfið?

 

Samtryggingalífeyrir - Allir sem eru starfandi á aldrinum sextán til sjötugs greiða í lífeyrissjóð. Með því safnar þú ákveðnum réttindum sem eru sameiginlega tryggð. Þegar kemur að starfslokum er lífeyrir þinn reiknaður samkvæmt þeim réttindum sem þú hefur unnið þér inn yfir starfsævina.

Séreignarsparnaður - Séreignarsparnaður verður til þegar þú safnar upp ákveðinni fjárhæð í stað þess að safna réttindum. Þá myndast sjóður sem losnar þegar þú nálgast eftirlaunaaldur. Bæði er hægt að ráðstafa hluta af skylduiðgjaldi í séreign og greiða valfrjálsann viðbótarlífeyrissparnað.

Almannatryggingar - Lífeyrir almannatrygginga er greiddur úr ríkissjóði í gegnum Tryggingastofnun. Greiðslur eru háðar tekjum og getur mánaðarleg lífeyrisgreiðsla því verið mismunandi og fer eftir aðstæðum.

 

 

 

 

Ertu að stíga þín fyrstu skref á vinnumarkað?

Þeir sem orðnir eru 16 ára greiða iðgjöld í lífeyrissjóð og safna þannig réttindum til eftirlauna ásamt öðrum réttindum. Hugsa má um lífeyrissjóð sem ákveðin bakhjarl þegar þú hættir að vinna og ef upp koma veikindi eða slys. Finna má gagnlegan fróðleik um lífeyrissjóði á lífeyrismál.is. Við hvetjum allt ungt fólk til að kynna sér málið nánar.

Fyrstu skrefin á vinnumarkaði á Lífeyrismál.is

Algengar spurningar um lífeyri

Sjáðu réttindi þín í Lífeyrisgáttinni

 

 

 

 

Innheimta lífeyrisgjalda

  • Sjóðurinn sér um innheimtu vangoldinna iðgjalda hjá launagreiðanda fyrir hönd sjóðfélaga.
  • Mikilvægt er að fylgjast vel með því að iðgjöld berist frá launagreiðanda.
  • Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur til sjóðfélaga tvisvar á ári sem geta þá farið yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla.
  • Þegar þú hefur störf hjá nýjum launagreiðanda er mikilvægt að þú fylgist með því að fyrstu iðgjaldagreiðslur skili sér til sjóðsins.
  • Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.

 

 

Hvað vilt þú vita um lífeyrismál?

Er skylda að greiða í lífeyrissjóð?

Öllum launþegum og sjálfstætt starfandi atvinnurekendum á aldrinum 16-70 ára er skylt að greiða iðgjald í lífeyrissjóð. Lágmarks iðgjald er 15,5%, launþegi greiðir 4% og vinnuveitandi greiðir að lágmarki 11,5%.

Greiðir sjálfstætt starfandi fólk iðgjöld í lífeyrissjóð?

Sjálfstæðir atvinnurekendur þurfa eins og launamenn að greiða í lífeyrissjóð. Samkvæmt lögum ber að greiða að lágmarki 15,5% af reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð.

Greiða erlendir ríkisborgarar iðgjöld í lífeyrissjóði?

Erlendir ríkisborgarar sem fá greidd laun hér á landi greiða í lífeyrissjóð eftir sömu reglum og íslenskir ríkisborgarar.

Hvað er samtrygging?

Með því að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð safnar þú ákveðnum réttindum sem eru sameiginlega tryggð. Samtryggingarkerfi þýðir að sjóðfélagar sameinast um að tryggja hver öðrum lífeyri til æviloka og verja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts.

 

Hvað er iðgjaldayfirlit og hvar get ég séð það?

Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur til sjóðfélaga tvisvar á ári. Þá er hægt að fara yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla.

Einnig er hægt að skoða iðgjöld sem berast sjóðnum jafnóðum inni á lífeyrisréttindin mín. 

Ef þú tekur eftir því að það vantar iðgjöld á yfirlitið þitt þá skaltu tilkynna það til sjóðsins. Við skoðum málið fyrir þig.

Býður Brú upp á viðbótarlífeyrissparnað?

Samstarfsaðili okkar í séreignarmálum er Almenni lífeyrissjóðurinn en þar er hægt að velja um sjö mismunandi ávöxtunarleiðir séreignarsparnaðar.

Umsókn um viðbótarlífeyrissparnað | Almenni lífeyrissjóðurinn

Viðbótarlífeyrissparnaður nýtist við kaup á fyrstu íbúð. Kaupendur geta notað viðbótarlífeyrissparnað við kaup á fasteign eða til greiðslu inn á húsnæðislán. Nánari upplýsingar má finna hjá Skatturinn.is

Hvar fæ ég upplýsingar um réttindin sem ég hef safnað?

Á sjóðfélagavef Brúar / Lífeyrisréttindin mín, undir flipanum lífeyrisgáttin, má nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi í þeim sjóðum sem þú hefur greitt í, að undanskildum séreignasparnaði.

Er hægt að skipta lífeyrisréttindum milli hjóna og sambúðarfólks?

Já það er hægt að skipta lífeyrisréttindum milli hjóna og sambúðarfólks með þrenns konar hætti, en skiptingin tekur ekki til örorku-, maka- eða barnalífeyris:

  • Skipta þeim ellilífeyrisgreiðslum sem þegar eru hafnar.
  • Skipta áunnum ellilífeyrisréttindum, enda sé það gert í síðasta lagi áður en sjóðfélaginn hefur náð 65 ára aldri.
  • Skipta framtíðarréttindum, þ.e. þeim ellilífeyrisréttindum sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptinguna hefur verið gert.

Nánar um skiptingu réttinda