Fara í efni

Fjárfestingar og sjálfbærni

Viljum samþætta samfélagslega ábyrgð við fjárfestingar­ákvarðanir og styðja við greiningu, mat og eftirfylgni á fjárfestingar­kostum.
Kona með barnavagn

Styðja við greiningu, mat og eftirfylgni

Fjárfestingastefna Brúar Lífeyrissjóðs fjallar um áherslur í stýringu eigna til næstu ára og hvernig ákvarðanir eru teknar í fjárfestingum sjóðsins. Stór þáttur í ákvarðanatöku um fjárfestingar er meðal annars ákveðin siðferðisleg viðmið og sjálfbærniáhætta. Leitast er við að samþætta samfélagslega ábyrgð við fjárfestingar­ákvarðanir eftir því sem kostur er og þannig styðja við greiningu, mat og eftirfylgni á fjárfestingar­kostum.

Horft er til sjálfbærniþátta og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og tekið tillit til þeirra eftir því sem fært er og að því marki sem rúmast innan hlutverks og fjárfestingarstefnu sjóðsins. Áhersla á þessa þætti styður við grundvöll langtíma­ávöxtunar sjóðsins, uppfyllir kröfur um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni og getur þar með aukið gagnkvæman ávinning allra hagaðila.

 

 

Neikvæð áhrif ekki hluti af mati

Ekki er sérstaklega tekið tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingaákvarðana sjóðsins á sjálfbærniþætti í skilningi 4. gr. SFDR og afleiddra reglugerða að svo stöddu, en það eru sérstakir og skilgreindir sjálfbærnivísar sem eru nýttir til að mæla hvernig aðilar eða vörur hafa neikvæð áhrif á sjálfbærniþætti. Það er mat sjóðsins að núverandi ferlar sem nýttir eru við ákvarðanir í fjárfestingum séu fullnægjandi en það verður endurskoðað í framtíðinni með tilliti til aukins aðgengi að upplýsingum og þróunar í þessum málaflokki.

Í starfskjarastefnu sjóðsins er ekki fjallað sérstaklega um sjálfbærni eða sjálfbærniáhættu en tekið er fram í stefnunni að kjör séu ekki tengd við árangur í starfsemi sjóðsins.

 

 

 

UFS einkunnir fjárfestinga

Við mat á fjárfestingum er meðal annars horft til svokallaðra UFS þátta (e. ESG) við fjárfestingarákvarðanir, en það eru:

  • Umhverfisviðmið (loftslag, mengun, orkunýting)
  • Félagsleg viðmið (mannréttindi, kynjajafnrétti, aðbúnaður starfsfólks)
  • Viðmið um góða stjórnarhætti (samsetning stjórna, starfskjör, upplýsingagjöf og gagnsæi)

 

 

Innlend hlutabréf og skuldabréf

Við mat á innlendum hluta- og skuldabréfum styðst meðal annars sjóðurinn við UFS áhættumat frá Reitun en það mat gefur yfirsýn á því hvernig útgefendur innlendra hluta- og skuldabréfa standa sig í sjálfbærnismálum. Grafið hér að neðan sýnir UFS einkunn fyrir skráð innlend hluta- og skuldabréf Brúar lífeyrissjóðs að undanskildum bréfum með ríkisábyrgð. Einkunn úr áhættumötum Reitunnar eru á bilinu A1 til D þar sem A1 er besta einkunn.

 

 

 

 

Erlend hlutabréf

Við mat á erlendum hlutabréfum styðst sjóðurinn við möt frá MSCI þar sem útgefendur hlutabréfa eru jafnframt metnir út frá UFS þáttum og þannig er einkunn fyrir sjóði fundin út. Einkunnir eru á bilinu AAA til CCC þar sem AAA er best einkunn.

 

 

 

 

Nánari upplýsingar um aðferðafræði er að finna á heimasíðum matsaðilanna www.reitun.is og www.msci.com . Í sjálfbærniuppgjörum sjóðsins og í fjárfestingastefnu er að finna meira af upplýsingum um sjálfbærni í starfsemi sjóðsins og í fjárfestingum.