Sjóðfélagar geta áfram skráð sig inn á umsóknarvef sjóðsins með Íslykli og rafrænum skilríkjum, en til þess að skila inn undirritaðri umsókn um örorkulífeyri af umsóknarvef þarf viðkomandi að vera með rafræn skilríki. Rafræn skilríki er hægt að fá í farsíma eða á kortum, sjá upplýsingar hér: https://www.skilriki.is/. Íslykill er ekki rafrænt skilríki og telst því ekki fullgild rafræn undirritun.
Ástæðan fyrir því að kallað er eftir fullgildri rafrænni undirritun á umsóknir um örorkulífeyri af umsóknarvef er sú að sjóðirnir hafa nú fengið tengingu við vefþjónustu RSK. Vefþjónustan sparar bæði skrefin fyrir sjóðfélaga og einfaldar umsóknar- og úrvinnsluferli. Sjóðfélagar þurfa því ekki lengur að útvega sjálfir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá og eldri skattframtöl vegna úrvinnslu örorkuumsókna heldur gefa þeir upplýst og undirritað samþykki sitt til lífeyrissjóðanna að sækja þessar upplýsingar til RSK. Rétt er að taka fram að til þess að mögulegt sé að fullvinna örorkuumsóknir þurfa umræddar upplýsingar að liggja fyrir.