Stjórn Brúar lífeyrissjóðs hefur ásamt stjórnum fjögurra annarra lífeyrissjóða lagt fram kæru til héraðssaksóknara og óskað eftir því að embættið taki til lögreglurannsóknar nokkur alvarleg tilvik sem grunur leikur á að feli í sér refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarmanns United Silicon hf., og eftir atvikum annarra stjórnenda, stjórnarmanna og starfsmanna félagsins.