Fara í efni

Ársreikningur Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga 2017

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2017. Helstu stærðir ársins koma fram í töflunni hér og fjárhæðir eru í milljónum króna:

 

       

2017

2016

 

A deild

V deild

B deild

Samtals

Samtals

Iðgjöld sjóðfélaga

8.808

2.609

113

11.530

10.650

Sérstök aukaframlög launagreiðenda

36.236

17

2.590

38.843

949

Lífeyrir

-2.478

-202

-1.837

-4.517

-3.598

Hreinar fjárfestingatekjur

10.098

1.883

658

12.639

2.443

Rekstrarkostnaður

-269

-46

-111

-426

-295

Hrein eign til greiðslu lífeyris

154.462

26.090

10.007

190.559

128.475

Heildareignir umfram skuldbindingar

-2.955

1.713

-11.204

   

Raunávöxtun ársins

6,1%

6,1%

4,3%

6,0%

-0,3%

           

Fjöldi virkra sjóðfélaga að meðaltali

12.062

4.439

164

16.665

16.225

Fjöldi lífeyrisþega að meðaltali

4.087

1.125

1.300

6.512

5.500

                                                                                                                                                                                           

Samræming lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði – Breytingar á A deild

Nokkrar breytingar urðu á A deild sjóðsins vegna lagabreytinga á árinu, en 22. desember 2016 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem hafa áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóð.

Samkvæmt lögunum var frá 1. júní 2017 tekið upp breytt réttindakerfi þar sem sjóðfélagar ávinna sér réttindi í aldurstengdu réttindakerfi og lífeyristökualdur verður miðaður við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélögum er, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, áfram tryggð óbreytt jöfn réttindaávinnsla og óbreyttur 65 ára lífeyristökualdur. Til að tryggja óbreytt réttindi og til að mæta halla á stöðu sjóðsins þann 31. maí 2017 greiða launagreiðendur framlag í jafnvægissjóð sem er ætlað að koma áfallinni stöðu A deildar í jafnvægi, framlag í lífeyrisaukasjóð til að mæta breytingu á réttindaöflun sjóðsfélaga þ.e. mismuninn á jafnri réttindaávinnslu og aldurstengdri og framlag í varúðarsjóð sem er ætlað til að styðja við lífeyrisaukasjóðinn.

Til innheimtu voru samtals 40.203 m.kr. sem skiptust þannig að jafnvægissjóður nam 9.956 m.kr., lífeyrisaukasjóður nam 27.232 m.kr. og varúðarsjóður nam 3.015 m.kr.

Sameiningar í B deild

Stjórn sjóðsins og stjórn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar (ER) samþykktu í lok árs 2016 að sameina ER við B deild Brúar frá og með 1. janúar 2017. Það fól í sér að eignasafn B deildar Brúar og eignasafn ER voru sameinuð í eitt safn. Yfirtekin hrein eign ER til greiðslu lífeyris var við sameininguna 4.015 m.kr.

Stjórn sjóðsins og stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) hafa samþykkt að sameina LSK við B deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. janúar 2018. Það felur í sér að eignasafn B deildar Brúar lífeyrissjóðs og eignasafn LSK verða sameinuð í eitt safn.

Skuldbindingum hvers réttindasafns í B deild Brúar er haldið aðgreindum auk þess sem að réttindi og réttindaávinnsla sjóðfélaga helst óbreytt.

Ársreikningur 2017

Afkomu yfirlit 2017