Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

Almennt

Undirbúningur hafinn vegna greiðslu hálfs lífeyris

Von er á reglugerð frá félags- og jafnréttismálaráðherra um sveigjanlega töku ellilífseyris og heimilisuppbótar sem á sér stoð í breyttum lögum um almannatryggingar nr. 100/2017. Þar er kveðið á um heimild til greiðslu hálfs ellilífeyris til handa þeim sem náð hafa 65 ára aldri og eiga rétt á ellilífeyri úr skyldubundnum lífeyrissjóðum.
Almennt

LSK í viðræðum um sameiningu við B deild

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) og stjórn Brúar lífeyrissjóðs hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu LSK við B deild sjóðsins.
Almennt

Ákvörðun Neytendastofu vegna kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna

Síðla árs 2016 kvörtuðu Hagsmunasamtök heimilanna undan markaðssetningu lífeyrissjóðsins í tengslum við nýjan lánakost sjóðsins, óverðtryggð lán. Kvörtun Hagsmunasamtakanna laut að því að ekki komu fram upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar, heildarfjárhæð sem neytandi þarf að greiða og úrskurðar- og réttarúrræði í auglýsingu sjóðsins um óverðtryggð lán.
Almennt

Fjárfestingarstefna fyrir 2018

Fjárfestingarstefna Brúar lífeyrissjóðs fyrir árið 2018 var samþykkt á stjórnarfundi þann 26. nóvember síðast liðinn.