Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

Almennt

Sjóðirnir loka vegna neyðarstigs almannavarna.

Móttaka Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður lokuð frá og með mánudeginum 5. október vegna COVID-19. Starfsfólk sjóðsins mun áfram sinna sínum verkefnum en gera má ráð fyrir skerðingu á þjónustu þannig að afgreiðsla mála geta tekið lengri tíma.
Almennt

Viljayfirlýsing um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar undirrituð í dag

Í dag undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði „Viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar“. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Landssamtök lífeyrissjóða (LL) og Forsætisráðuneytið unnu að mótun hennar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði.
Almennt

Vextir sjóðfélagalána lækka

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að lækka vexti frá og með 26. maí 2020. Breytingin á vöxtunum nær einnig til útgefinna lána en samkvæmt lögum þarf að tilkynna vaxtabreytingu með 30 daga fyrirvara og taka vextirnir því gildi á næsta gjalddaga að þeim tíma liðnum.