Sjóðurinn móttekur, varðveitir og ávaxtar iðgjöld og greiðir lífeyri. Jafnframt veitir sjóðurinn sjóðfélögum lán gegn veði í íbúðarhúsnæði. Til þess að geta sinnt hlutverki sínu þarf sjóðurinn að hafa aðgang að persónuupplýsingum sjóðfélaga sinna. Sjóðurinn vinnur jafnframt með persónuupplýsingar starfsfólks síns til að efna ráðningarsamninga. Sjóðurinn telst ábyrgðaraðili þeirra gagna sem unnið er með í starfsemi hans.
Sjóðurinn leggur áherslu á örugga meðhöndlun persónuupplýsinga og gerir viðeigandi ráðstafanir til þess að vernda þær.