Í fyrsta sinn reiknar sjóðurinn kolefnisspor sitt og birtir sjálfbærniuppgjör með upplýsingum um áhrif rekstur hans á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Klappir hafa aðstoðað við gerð sjálfbærniuppgjörsins, sem byggir á þeim upplýsingum sem að Klappir hugbúnaðurinn hefur haldið utan um fyrir árið.
Helstu niðurstöður uppgjörsins er að kolefnisspor eða heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri sjóðsins nemur 14,2 tonnum af koltvísýringsígilda (tCO2í). Losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu telur mest í heildarlosuninni eða um 80%. Næst mesta losunin er notkun á rafmagni og hitaveitu og minnsta losunin er vegna förgunar og meðhöndlunar á úrgangi. Sjóðurinn hefur kolefnisjafnað rekstur sinn fyrir árið 2021 með mótvægisaðgerðum á vegum Kolviðar.
Kolefnishlutlaus fyrir árið 2030
Unnið er að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við loftlagsmarkmið sjóðsins og stefnt er að kolefnishlutleysi verði náð fyrir árið 2030.
Sjálfbærniuppgjör Brúar lífeyrissjóðs fyrir árið 2021 er gert í samræmi við ESG leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út á árinu 2019.
Hér má finna sjálfbærniuppgjör sjóðsins fyrir árið 2021
Sjálfbærniuppgjör Brúar lífeyrissjóðs 2021