Fara í efni

Tvíbirting eldri tilkynninga um breytingu á réttindum

Okkur hafa borist ábendingar um að gamlar tilkynningar varðandi breytingu á réttindum séu að birtast hjá sjóðfélögum í rafrænum skjölum í heimabanka. Um er að ræða tilkynningu sem birt var í janúar síðastliðinn og vísar til þeirrar lækkunar sem átti sér þá stað.

Við biðjumst velvirðingar á að sú tilkynning sé endurtekið að birtast undir rafræn skjöl. Ekki er um neina lækkun að ræða næstkomandi áramót.