Fara í efni

Stjórnendur og fjárfestar deildu reynslu sinni í pallborðsumræðu

Áhugaverðar og líflegar umræður áttu sér stað við pallborð að loknum fróðlegum framsöguerindum á málþingi Landssamtaka lífeyrissjóða um samskipti fjárfesta og stjórna félaga þann 28. janúar. Málþingið var vel sótt eða á annað hundrað manns. 

Í fyrri hluta málþings var fjallað um stjórnir félaga og starfshætti en í þeim síðari um hlutverk eigenda og hluthafafundi. Upptökur af erindum málþingsins eru aðgengilegar á vef Landssamtaka lífeyrissjóða ásamt kynningarefni og fróðleik.

Kynningar og upptökur erinda | Lífeyrismál.is

Einnig er hægt að sjá í fréttatilkynningu á Lífeyrismál.is nokkrar efnislegar tilvitnanir í það sem fram kom hjá þátttakendum í pallborðsumræðunum. „Brugðið upp leifturljósi til að gefa hugmynd um umræðuefnin og birta sýnishorn af viðhorfum í svörum við spurningum umræðustjórans."

Vísað í umræður á palli | Lífeyrismál.is