Fara í efni

Starfsfólk sjóðsins í birkifrætínslu

Starfsfólk sjóðsins fór á dögunum og safnaði birkifræi í góða haustveðrinu. Tilgangurinn var að styrkja gott málefni um endurheimt vistkerfa og eflingu birkiskóglendis. Lítill hluti af fræinu var sáð í hlíðar Selfjalls en stærsti hluti fræsins verður gefinn Skógræktarfélagi Kópavogs.
 
Páll, sérfræðingur sjóðsins í sjálfbærni, leiddi hópinn um skóglendið rétt fyrir utan borgina og leiðbeindi hópnum í birkifrætínslunni. Það vantaði ekki sólina!