Fara í efni

Séreignardeild lögð niður

Séreignardeild LSS, var lögð niður síðastliðin áramót og fengu allir sjóðfélagar bréf um miðjan nóvember 2015 þar sem þeim var tilkynnt um lokun deildarinnar. 

Í kjölfar ítarlegrar stefnumótunarvinnu ákvað stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga að leggja höfuðáherslu á meginhlutverk lífeyrissjóðsins sem er rekstur samtryggingadeilda og leggja niður séreignardeild sjóðsins, S-deild LSS.

Rekstur séreignardeildar hafði breyst umtalsvert á síðustu árum með lagabreytingum sem m.a. höfðu áhrif á framkvæmd útgreiðslu séreignar. Þótti stjórn hagsmunum sjóðfélaga í séreignardeild því best borgið hjá þeim vörsluaðilum sem sérhæfa sig í umsjón og stýringu séreignarsjóða. Þessi ákvörðun hafði engin áhrif á lífeyrisréttindi sjóðfélaga LSS í samtryggingadeildum.

Sjóðfélagar í LSS fengu frest til 15. desember 2015 til að flytja séreign sína til annarra vörsluaðila en þeir sem kusu að aðhafast ekkert fengu séreignin sína flutta í Frjálsa lífeyrissjóðinn m.v. 31. desember 2015. Ekkert gjald var tekið fyrir flutninginn í Frjálsa lífeyrissjóðinn eða til annarra vörsluaðila.