Fara í efni

Seðlabankinn birti umræðuskýrslu um lífeyrissjóði

Seðlabanki Íslands hefur gefið út umræðuskjal um lífeyrissjóði þar sem fjallað er um umsvif þeirra á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði. Skjalið má finna á vef Seðlabanka Íslands.

Á dögunum var haldinn fundur á vegum Seðlabankans í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem höfundar skýrslunnar kynntu efni hennar. Pallborðsumræður fylgdu í kjölfarið og gestir í sal tóku þátt í umræðu með spurningum eða athugasemdum.

Á vef Seðlabanka Íslands segir að tilgangur skýrslunnar sé að vera innlegg í umræðuna um nauðsynlegar stefnumótun til framtíðar fyrir lífeyriskerfið hér á landi. „Í ritinu er dregin upp mynd af lífeyriskerfinu og lagðar til breytingar sem Seðlabankinn telur æskilegt að gera á lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum öðrum réttarheimildum með hliðsjón af fjármálastöðugleika, fjármálaeftirliti og þeim áhættum sem eru til staðar fyrir íslenska lífeyriskerfið úr frá sjónarhóli Seðlabankans"

Meginatrði ritsins degin saman í nokkrum kaflafyrirsögnum:

  • Vöxtur, árangur en áskoranir
  • Skynsemisreglan ætti að vera ráðandi í fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða
  • Samræma ætti eftir því sem við á lög um lífeyrissjóði og löggjöf um aðra eftirlitsskylda aðila á fjármálamarkaði
  • Skoða þarf heimildir lífeyrissjóða til afleiðuviðskipta og verðbréfalána
  • Eftirlit og útgáfu starfsleyfa ætti að færa til Seðlabanka Íslands
  • Bæta ætti umgjörð um tryggingafræðilegt mat og breytingar á áunnum lífeyrisréttindum
  • Treysta þarf rekstraröryggi lífeyrissjóðanna.

Sjá nánar;

Fréttatilkynning og viðbrögð lífeyrissjóða | Lífeyrismál.is

Umræðuskýrsla um lífeyrissjóði | Seðlabanki Íslands