LSK hefur nú formlega sameinast B deild Brúar lífeyrissjóðs með staðfestingu breyttra samþykkta sjóðsins en samþykktirnar hlutu staðfestingu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 24. ágúst 2018. Samþykktirnar voru samþykktar af stjórn sjóðsins þann 23. apríl 2018 og samþykktar af aðildarfélögum sjóðsins, BHM, BSRB, KÍ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Sameiningin felur í sér að eignasöfn B deildarinnar og eignasafn LSK verða sameinuð í eitt safn, að skuldbindingum hvers réttindasafns, skuldbindingar LSK og annarra launagreiðenda verði haldið aðgreindum og að réttindi og réttindaávinnsla sjóðfélaga haldist óbreytt. Bæjarstjórn Kópavogsbæjar, Starfsmannafélag Kópavogsbæjar og Kennarasamband Íslands höfðu áður fjallað um málið og lýst sig hlynnt sameiningu sjóðsins við B-deild Brúar lífeyrissjóðs.