11.10.2016
Almennt
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga býður nú upp á tvo hagstæða lánakosti fyrir sjóðfélaga sína. Annars vegar óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum, nú 6,44%, og hins vegar verðtryggt lán með 3,7% föstum vöxtum.
Lánin eru veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði:
- Hámarks lánveiting er nú allt að 50.000.000 kr
- Hámarks veðhlutfall hækkar í allt að 75%
- Lántökugjald lækkar úr 1% í 0,5%
- Ekkert lántökugjald við endurfjármögnum á lánum frá sjóðnum eldri en 12 mánaða
- Ekkert uppgreiðslugjald
Skilyrði fyrir lánveitingu umfram 65% veðhlutfall er 1. veðréttur og takmarkast við 35 ára lánstíma
Sjá nánar um lán sjóðsins hér.