02.01.2025
Almennt
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur samþykkt tillögur Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga um nýjar maka- og barnalíkur. Það þýðir að við næstu tryggingafræðilegu athugun sjóðsins verður útreikningurinn byggður á eftirfarandi töflum:
- Tafla yfir sambúðarlíkur á vef Félags tryggingastærðfræðinga
- Tafla yfir barnalíkur á vef Félags tryggingastærðfræðinga
Töflurnar eru byggðar á gögnum Hagstofu Íslands frá árunum 2019-2023 um hjúskaparstöðu og fjölda barna. Það er mat Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga að nýju töflurnar hafa lítil áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðanna en þó má reikna með að skuldbindingar vegna makalífeyris hækki lítillega og að skuldbindingar vegna barnalífeyris lækki vegna lægri barneignalíka.