Fara í efni

Íslenska lífeyrissjóðakerfið í fremsta flokki fjórða árið í röð

Ísland tók í fjórða sinn þátt í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu Mercer-CFA Institute. Þar var gerður samanburður á milli 48 lífeyriskerfa og lendir íslenska lífeyriskerfið í öðru sæti og fær einkunn A, ásamt Hollandi, Danmörku og Ísrael.

Lífeyrisvísitalan metur heildarlífeyriskerfi mismunandi landa út frá þremur meginþáttum; sjálfbærni, nægjanleika og trausti og var Ísland með A einkunn í öllum þremur meginflokkum.

Í skýrslu Mercer gefur A-einkunn til kynna "fyrsta flokks og öflugt lífeyriskerfi sem tryggir góð réttindi, er sjálfbært og sem traust ríkir um". 

Íslenska lífeyrissjóðskerfið er fremst í flokki fjórða árið í röð | lifeyrismal.is