Ársfundur Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga var haldinn 4. júní síðast liðinn. Á fundinum kom fram að árið 2017 var viðburðarríkt hjá sjóðnum og bar þar hæst m.a. breytingar á A deild sjóðsins, skipulagsbreytingar á eignastýringu sjóðsins og sameining Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar við B deild Brúar.
Ávöxtun sjóðsins var góð, en raunávöxtun var 6% og hrein eign til greiðslu lífeyris nam 190.559 milljónum króna. Þá rufu sjóðfélagar hundraðþúsund múrinn á árinu. Um síðustu áramót áttu 100.083 sjóðfélagar réttindi hjá Brú lífeyrissjóði.
Formaður stjórnar, Garðar Hilmarsson, flutti skýrslu stjórnar. Framkvæmdastjóri sjóðsins, Gerður Guðjónsdóttir, kynnti afkomu sjóðsins á árinu 2017 úr ársreikningi og skýrslu um tryggingafræðilega athugun. Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðstjóri eignastýringar, kynnti fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2018. Þóra Jónsdóttir, sviðstjóri réttinda- og lögfræðisviðs kynnti breytingar á samþykktum sjóðsins, bæði þær breytingar sem voru gerðar á síðasta ári og tillögur að breytingum á samþykktum sem nú bíða afgreiðslu fjármálaráðuneytisins.
Undir öðrum málum fór framkvæmdastjóri yfir breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Fundargerð, ársskýrslu og önnur gögn sem fjallað var um á fundinum má sjá hér fyrir neðan
Fundargerð ársfundar Brúar lífeyrissjóðs 2018
Ársskýrsla Brúar lífeyrissjóðs 2017