Fara í efni

Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar í viðræðum um að ganga í B deild

Stjórn Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar í B deild sjóðsins. Það felur í sér að eignasöfn B deildarinnar og eignasafn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar verða sameinuð í eitt safn, að skuldbindingum hvers réttindasafns, skuldbindingar Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar og annarra launagreiðenda verði haldið aðgreindum og að réttindi og réttindaávinnsla sjóðfélaga haldist óbreytt.