07.01.2020
Almennt
Breytingar á tekjuskattskerfinu tóku gildi 1. janúar 2020, en frá og með þeim tíma var innleitt þriggja þrepa skattkerfi. Þeir lífeyrisþegar sem eru með heildartekjur yfir 336.916 kr. eru hvattir til þess að huga að því hvort ástæða sé til þess að tilkynna sjóðnum um breytingar á skattþrepi. Hægt er að tilkynna breytingar á skattþrepi með því að senda tölvupóst á lifeyrir@lifbru.is eða með því að fylla út eyðublað á umsóknarvef sjóðsins.
Það er á ábyrgð lífeyrisþega að láta sjóðinn vita hvaða skattþrep á að nota.
Skatthlutfallið er frá og með 1. janúar 2020;
Skattþrep 1: 35,04% af tekjum 0 - 336.916 kr.
Skattþrep 2: 37,19% af tekjum 336.917 - 945.873 kr.
Skattþrep 3: 46,24% af tekjum yfir 945.873 kr.