Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga var haldinn fimmtudaginn 23. júní sl. og var þá kynnt nýtt heiti sjóðsins sem er Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga ásamt nýju útliti.
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Breytingar á samþykktum sjóðsins
3. Önnur mál löglega upp borin
Formaður stjórnar, Kristbjörg Stephensen, flutti skýrslu stjórnar, Gerður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri, kynnti afkomu sjóðsins á árinu og tryggingafræðilega athugun, sviðstjóri eignastýringar, Guðmundur Friðjónsson, kynnti fjárfestingastefnu sjóðsins fyrir árið 2016 og Þóra Jónsdóttir, sviðstóri réttinda- og lögfræðisviðs, fór yfir breytingar á samþykktum sjóðsins. Undir öðrum málum kynnti formaður sjóðsins, Kristbjörg Stephensen, nýtt heiti sjóðsins, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, ásamt nýju útliti og merki sjóðsins, nýja heimasíðu og umsóknargátt.
Önnur gögn sem voru kynnt á fundinum:
Starfsemi ársins 2015
Ársskýrsla LSS 2015
Fjárfestingarstefna LSS fyrir árið 2016 (pdf)
Tryggingafræðileg athugun 2015 fyrir A deild
Tryggingafræðileg athugun 2015 fyrir V deild