Áramótayfirlit fyrir árið 2024 hafa verið send á Mínar síður allra lántaka og ábyrgðarmanna fyrir lán sem voru virk á árinu 2024. Tilkynning hefur verið send í tölvupósti til þeirra sem eru með skráð netfang og bréfpóstur sendur á þau sem eftir standa.
Á Mínum síðum undir flipanum Lánaskjöl er að finna skjalið Lánayfirlit 31.12.2024
Athugið að öll skjöl frá Brú lífeyrissjóði eru nú einungis birt á Mínum síðum á vef sjóðsins, en sjóðurinn sendir orðsendingar um mikilvæg skjöl á tölvupósti. Mikilvægt er því að skrá netfang á mínum síðum á lifbru.is, undir Notandaupplýsingar.
Útskýringar á skattskilahluta áramótayfirlita
Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við okkur í síma eða með því að senda okkur tölvupóst á netfangið lanamal@lifbru.is.