Fara í efni

Nýir sjóðfélagar

Brú Lífeyrissjóður veitir sjóðfélögum sínum réttindi til ævilangra eftirlauna auk þess sem þeir ávinna sér rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris.
Fólk að synda

Velkomin í Brú lífeyrissjóð

Nú þarft þú að kynna þér hvaða leið hentar þér best í lífeyrismálum. A deild veitir aðild þeim sem borga félagsgjöld til stéttarfélaganna BSRB, BHM og KÍ og V deild er opin öllum.  Hér fyrir neðan má sjá samantekt á deildum A og V. Deildirnar veita mismunandi réttindi og því er mikilvægt fyrir þig að kynna þér vel hvor deildin hentar þér betur.

A deild

Ef þú ert nýr starfsmaður hjá sveitarfélagi sem á aðild að Brú lífeyrissjóði og ert félagsmaður í einhverju af aðildarfélögum BHM, BSRB eða KÍ, býðst þér að gerast sjóðfélagi í A deild lífeyrissjóðsins. 

Upplýsingar um A deild

  • Í A deild greiðir launagreiðandi 11,5% iðgjald til viðbótar við 4% skylduiðgjald þitt, eða samtals 15,5% lífeyrisiðgjald.
  • Þú getur þar að auki valið um að borga 2-4% í viðbótarlífeyrissparnað með 2% mótframlagi launagreiðenda og þannig aukið erfanlega séreign þína um 4-6% af launum. Til þess að nýta þér þetta þarft þú að gera samning við vörsluaðila um séreignarsparnað. Á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða geturðu fundið nánari upplýsingar um séreignarsparnað.

Réttindin í A deild ráðast af innborguðum iðgjöldum og ávöxtun þeirra. Eftir því sem þau ávaxtast yfir lengra tímabil því meiri verða þau. Því yngri sem sjóðfélagi er þegar hann byrjar, þeim mun meiri réttindi vinnur hann sér.

Helstu réttindi A deildar:

  • Þú getur byrjað á lífeyri milli 60 og 80 ára aldurs.
  • Makalífeyrisréttur er til alls fimm ára.
    • Fyrstu þrjú árin 50% af áunnum réttindum sjóðfélaga.
    • Næstu tvö árin 25% af áunnum réttindum sjóðfélaga.
  • Barnalífeyrir fyrir börn yngri en 22 ára.
  • Örorkulífeyrir við 40% orkutap.

V deild

V deild er opin öllum!

Allir sem fá greidd laun frá sveitarfélagi eða stofnun sveitarfélags geta gerst sjóðfélagar í V deild. Sama gildir um þá sem ekki hafa skylduaðild að tilteknum lífeyrissjóði.

Upplýsingar um V deild

  • Í V deild greiðir launagreiðandi 11,5% iðgjald til viðbótar við 4% skylduiðgjald þitt, eða samtals 15,5% lífeyrisiðgjald.
  • Iðgjald sem er umfram 12% getur þú ráðstafað inn á séreignarsparnað. Þetta kallast skipting iðgjalds. Af 15,5% iðgjaldi getur þú ráðstafað 3,5% í séreignarsparnað. Til þess að nýta þér þennan valkost þarft þú að fylla út umsókn á umsóknarvef sjóðsins. Þú þarft einnig að vera með samning við séreignarsjóð.
  • Þú getur þar að auki valið um að borga 2-4% í viðbótarlífeyrissparnað með 2% mótframlagi launagreiðenda og þannig aukið erfanlega séreign þína um allt að 9,5% af launum. Til þess að nýta þér þetta þarft þú að gera samning við vörsluaðila um séreignarsparnað. Á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða geturðu fundið nánari upplýsingar um séreignarsparnað.

Réttindin í V deild ráðast af innborguðum iðgjöldum og ávöxtun þeirra. Eftir því sem þau ávaxtast yfir lengra tímabil því meiri verða þau. Því yngri sem sjóðfélagi er þegar hann byrjar, þeim mun meiri réttindi vinnur hann sér.

Helstu réttindi V deildar:

  • Þú getur byrjað á lífeyri milli 60 og 80 ára aldurs.
  • Makalífeyrisréttur er til tveggja ára og er 50% af áunnum réttindum sjóðfélaga.
  • Barnalífeyrir fyrir börn yngri en 18 ára.
  • Örorkulífeyrir við 50% orkutap.

Úr A deild yfir í V deild?

Þú getur fyllt út eftirfarandi umsókn til að skipta úr A deild yfir í V deild og til að ráðstafa umfram iðgjaldi í séreignarsjóð. Áður en þú sækir um þarft þú fyrst að gera samning við séreignarsjóð. Ekki er hægt að fara úr V deild aftur í A deild.

Sækja um aðild að V deild og skiptingu iðgjalds

 

A deild  eða V deild - Samanburður á helstu réttindum

Brú lífeyrissjóður

A-deild

V-deild

Ávinnsla

Ávöxtun og tími
15,5% iðgjald
Ávöxtun og tími
15,5% iðgjald
12%< möguleiki á séreign

Ellilífeyrir upphaf

60-80 ára
60-80 ára

Makalífeyrir

50% af áunnum réttindum x 3 ár +
25% af áunnum réttindum x 2 ár
50% af áunnum réttindum x 2ár

Barnalífeyrir til

22 ára v. fráfalls/örorku
18 ára v. fráfalls/örorku

Örorkulífeyrir

Miðað við a.m.k. 40% örorku
Miðað við a.m.k. 50% örorku

 

 

Lífeyrisreiknivél

Með lífeyrisreiknivélinni getur þú reiknað út hver áætlaður lífeyrir þinn verður. Reiknivélin veitir sjóðfélögum yfirsýn yfir möguleg lífeyrisréttindi miðað við mismunandi forsendur eins og tekjur, aldur og breytingu á vísitölu. 

Lífeyrisreiknivél

 

 

Ertu að stíga þín fyrstu skref á vinnumarkað? 

Þeir sem orðnir eru 16 ára greiða iðgjöld í lífeyrissjóð og safna þannig réttindum til ævilangs lífeyris ásamt öðrum réttindum. Hugsa má um lífeyrissjóð sem ákveðin bakhjarl ef upp koma veikindi eða slys og þegar þú hættir að vinna. Finna má gagnlegan fróðleik um lífeyrissjóði á lífeyrismál.is. Við hvetjum allt ungt fólk til að kynna sér málið nánar.

Fyrstu skrefin á vinnumarkaði á Lífeyrismál.is

Hvernig virkar lífeyrissjóðakerfið? (Fræðslumyndbönd)

Algengar spurningar um lífeyri

Sjáðu réttindi þín í Lífeyrisgáttinni

 

 

Innheimta lífeyrisgjalda?

  • Sjóðurinn sér um innheimtu vangoldinna iðgjalda hjá launagreiðanda fyrir hönd sjóðfélaga.
  • Mikilvægt er að fylgjast vel með því að iðgjöld berist frá launagreiðanda.
  • Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur til sjóðfélaga tvisvar á ári sem geta þá farið yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla.
  • Þegar þú hefur störf hjá nýjum launagreiðanda er mikilvægt að þú fylgist með því að fyrstu iðgjaldagreiðslur skili sér til sjóðsins.
  • Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.

 

Lán til sjóðfélaga

Brú lífeyrissjóður býður sjóðfélögum lán gegn veði í íbúðarhúsnæði.
Sjá hér  nánari upplýsingar um lánakjör og upplýsingar fyrir þá sem kaupa sína fyrstu íbúð.

 

 

Fjárfestingarstefna

Á hverju ári gefur stjórn sjóðsins út fjárfestingarstefnu, en markmið stjórnar er að ávaxta eignir sjóðsins svo að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðfélögum. Til að ná þessu markmiði er eignasamsetning ákveðin samkvæmt fyrir fram mótaðri fjárfestingarstefnu.

Fjárfestingarstefna sjóðsins er aðgengileg hér

Eignasafn sjóðsins er aðgengileg hér

Hafðu samband eða komdu í heimsókn

  • Þér er velkomið að hafa samband við okkur með tölvupósti lifeyrir@lifbru.is eða hringja í okkur í síma 5 400 700.
  • Einnig er hægt að bóka samtal í síma, fjarfundakerfi eða á skrifstofu sjóðsins. Sjá nánar um bókun hér. Sjóðurinn er opinn alla virka daga milli 9:00 og 16:00.
  • Þú ert ávallt velkomin á skrifstofu okkar í Sigtúni 42.