Fara í efni

Deildir Brúar lífeyrissjóðs

Brú lífeyrissjóður rekur fjórar deildir með ólíkum lífeyriskerfum, A deild, V deild, B deild og R deild.
Blómabúð

Fjórar lífeyrisdeildir

Ef þú ert sjóðfélagi hjá Brú lífeyrissjóði getur þú farið inn á Lífeyrisréttindin mín og athugað í hvaða deild þú hefur greitt iðgjöld.

Starfsfólk sveitarfélaga sem eru í BSRB, BHM og KÍ eiga kjarasamningsbundna aðild að A deild en geta einnig valið að vera í V deild sem er opin öllum og veitir sambærileg réttindi og lífeyrissjóðir í almenna lífeyrissjóðakerfinu. B deild er réttindasöfn lokaðra lífeyrissjóða sem sameinuðust í eina deild árin 2013, 2017 og 2018. R deild er réttindasafn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hefur sameinast Brú lífeyrissjóði í nýrri deild.