Úrskurðar- og réttarúrræði
Ef þú/þið hefur/hafið kvartanir fram að færa vinsamlegast hafðu/hafið samband við lánadeild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga með því að hringja í síma 540-0700, senda tölvupóst á lanamal@lifbru.is eða koma á starfsstöð sjóðsins að Sigtúni 42, Reykjavík.
Hægt er að beina kvörtunum til stjórnar sjóðsins. Einnig er hægt að beina kvörtunum / leggja ágreining um fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki sem vistuð er hjá Fjármálaeftirlitinu, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, tölvupóstur: urskfjarm@fme.isÞá er einnig hægt að leggja ágreining fyrir dómstóla með venjubundnum hætti.
Upplýsingar frá Neytendastofu um fasteignalán
Neytendastofa hefur eftirlit með lögum um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016 og er falið að birta almennar upplýsingar og dæmi fyrir neytendur um þróun verðlags og áhrif þróunar verðlags á höfuðstól og greiðslubyrði verðtryggðra lána sem og þróun breytilegra vaxta á fasteignalánum og áhrif breytinga á vöxtum á greiðslubyrði ef lán er með breytilegum vöxtum. Neytendastofu er einnig falið að birta upplýsingar um þróun verðlags og ráðstöfunartekna síðustu 10 ár.
> Upplýsingaskjal frá Neytendastofu um fasteignalán til neytenda
> Auk þess má finna íterlegra efni á heimasíðu Neytendastofu.