- Samtala nýrrar lánveitingar hjá Brú, auk annarra lána sem koma á undan, getur að hámarki verið 65% af kaupverði eignar.
- Hámarks veðhlutfall lánsfjárhæðar er 65% af nýjasta fasteignarmati sem birt hefur verið þegar um endurfjármögnun er að ræða eða kaupsamningi við fasteignakaup.
- Aldrei er hægt að sækja um hærra lán en samtala brunabóta- og lóðamats. Hægt er að skoða allar eignir inná www.skra.is
- Aðeins er lánað með veði í íbúðarhúsnæði
- Grunnlánið er með verðtryggðum vöxtum.
- Hægt er að sækja um grunnlán bæði með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum
- Hámarkslánsfjárhæð er 95.000.000 kr,-
- Ef sótt er um lánsfjárhæð hærri en 50.000.000 kr,- gerir sjóðurinn ríkari kröfur varðandi greiðslugetu og lágmarkslánshæfiseinkunn allra umsækjanda er B.
- Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum sé sjóðsfélagi
- Hámarkslánstími á grunnláni er 40 ár þar sem veðsetning er undir 65% af fasteignamati eignar.
- Umsækjendur þurfa ekki að vera tengdir aðilar
- Allir umsækjendur þurfa að vera/verða eigendur þeirrar eignar sem veðsett er fyrir láni
- Skilyrði er að a.m.k. einn af umsækjendum búi í eigninni.
- Sótt er um lán með rafrænum hætti á heimasíðu sjóðsins www.lifbru.is undir MÍNAR SÍÐUR- UMSÓKNIR .
Fylgigögn
- Síðasta skattframtal (er hægt að nálgast á heimasíðu skattsins, undir framtal síðustu ára á mínum síðum)
- Staðgreiðsla fyrir árin þessa árs og síðasta árs (er hægt að nálgast á heimasíðu skattsins undir almennt á mínum síðum).
- Ef á við: Greiðsluáætlun TR (er hægt að nálgast á heimasíðu Tryggingastofnunar undir "mínar síður").
- Ef á við: Yfirlit yfir meðlagsgreiðslur (er hægt að nálgast á Meðlag.is, innheimtustofnun sveitarfélaga, undir "mínar síður").
- Afrit af löggildum persónuskilríkjum, t.d. ökuskírteini eða vegabréf.
- Síðasta greiðsluseðil þeirra lána sem umsækjandi er með á fasteigninni
- Ef umsækjandi mun eftir lántöku áfram skulda önnur fasteignaveðtryggð lán með veði í sömu eða annarri fasteign þarf einnig að skila inn afriti af greiðsluseðli þeirra.
- Meðlántaki þarf að skila inn umsókn um samþykki fyrir gagnaöflun. Umsóknin er aðgengileg á umsóknarvef eða með því að smella hér:1.1.2 Umsókn um samþykki fyrir gagnaöflun.