Þegar farið er inn á Mínar síður - Lánin mín er hægt að skrá umframgreiðslur inn á lán og þannig greiða upp lán með öruggum og einföldum hætti. Þar er einnig hægt að finna allar upplýsingar og skjöl um lánin þín.
Þegar ýtt er á línu viðkomandi láns birtast nokkrir flipar. Hér má sjá stuttar skýringar á valmöguleikunum sem bjóðast.
Staða láns
- Samantekt: sýnir yfirlit yfir lánið, forsendur láns og núverandi stöðu.
- Greiðslusaga: sýnir allar afborganir sem greiddar hafa verið af láninu. Til að sjá greiðsluseðil fyrir afborgun er smellt á hnapp hægra megin við viðkomandi afborgun.
- Gjalddagar: sýnir áætlun fyrir ógjaldfallnar afborganir. Þegar gjalddagi nálgast og krafa hefur stofnast í netbanka er hægt að sjá ógreiddan greiðsluseðil með því að smella á hnapp hægra megin við viðkomandi gjalddaga.
Greiða inn á lán
- Lánareiknir: gefur kost á að reikna út áhrif þess að greiða t.d. aukalega inn á lánið. Lánareiknirinn sýnir hvernig innborgunin muni bókast og hvernig áætlaðar framtíðarafborganir munu þróast. Einnig er hægt að reikna út hvernig stytting lánstíma breytir framtíðarafborgunum.
- Greiða inn á lán: gefur kost á að greiða aukalega inn á lánið. Þú skráir greiðslufjárhæð og staðfestir og stofnar þannig reikning í netbanka fyrir greiðslunni.
- Greiða upp lán: sækir uppgreiðslustöðu lánsins og með því að staðfesta stofnar þú reikning í netbanka fyrir uppgreiðslunni.
- Umframgreiðslusamningur: gefur kost á að greiða aukalega inn á lánið með reglulegum greiðslum. Þú velur fjárhæð innborgana, hversu reglulega þú vilt greiða, hversu oft og hvaða dag mánaðar. Í framhaldinu mun reikningur birtast í netbanka þegar gjalddagi samnings nálgast.