Fasteignasalar geta fyllt út umsóknir hjá Brú lífeyrissjóði vegna lánamála viðskiptavina. Aðeins þeir sem hafa löggildingu frá sýslumanni sem fasteignasalar mega hafa milligöngu um fasteignaviðskipti. Með umsókn þarf að fylgja umboð fasteignasala.
Að lokum úrvinnslu umsóknar verða gögn birt á umsóknarvef Brúar lífeyrissjóðs undir mínar síður. Hafa má samband við þjónustufullrúa lánamála í gegnum netfangið lanamal@lifbru.is
Vegna fyrirspurna um uppgreiðslu lána má hafa samband við bakvinnsla@lifbru.is
Umsóknir fasteignasala
Umsókn fasteignasala um stöðu lána
Umsókn fasteignasala um skilyrt veðleyfi
Umsókn fasteignasala um veðleyfi
Umsókn fasteignasala um veðflutning
Umsókn fasteignasala um skjalagerð
Vinnslutími umsókna
Beiðnir um stöðu lána fyrir söluyfirlit: svarað fyrir lok dags ef beiðni berst fyrir 15:00
Beiðni um skilyrt veðleyfi er tekin fyrir á lánafundi sjóðsins (einu sinni í viku)
Beiðni um veðleyfi er tekin fyrir á lánafundi sjóðsins (einu sinni í viku)
Beiðni um veðflutning er tekin fyrir á lánafundi sjóðsins (einu sinni í viku)
Beiðni um skjalagerð tekur um 1-3 virka daga