Fara í efni

Tímabundin lækkun á greiðslubyrði

Tímabundin lækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði lána er nú í boði fyrir lántaka sem eru með óverðtryggð lán hjá sjóðnum. Með þessu úrræði vill sjóðurinn koma til móts við lántaka sem finna hvað mest fyrir hækkun á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Með lækkaðri greiðslubyrði greiðir lántaki fasta mánaðarlega fjárhæð í tólf mánuði sem nemur 30% lækkun á greiðslubyrði lánsins.

Við tímabundna lækkun á greiðslubyrði er hluta af mánaðarlegum greiðslum frestað með því að bæta þeim við höfuðstólinn og lengja lánið um tólf mánuði.

Sækja um hér

 

Hvaða skilyrði eru fyrir lækkun greiðslubyrði?

Lántaki getur sótt um lækkun á greiðslubyrði að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum

  • Lánið var veitt af Brú lífeyrissjóði
  • Lánið ber óverðtryggða vexti

Hvernig sæki ég um?

Lántaki sækir um með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan eða með því að fara inn á umsóknarvef Brúar lífeyrissjóðs og fylla út umsókn 1.2.9 Umsókn um tímabundna lækkun greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

Sækja um hér

Hvað tekur umsóknin langan tíma?

Til þess breyting geti tekið gildi fyrir næsta gjalddaga þarf umsókn að berast sjóðnum fyrir 10. dag mánaðar.

Verður greiðslubyrði lánsins hærri eftir tólf mánuði?

Í lok tímabils er greiðslubyrði láns reiknuð að nýju í samræmi við skilmála láns. Frestaðri fjárhæð á tímabilinu er bætt við höfuðstólinn og hefur það áhrif til hækkunar á greiðslubyrði láns en þar sem lánstíminn er jafnframt lengdur um tólf mánuði dregur það úr þeim áhrifum.

Verði vaxtabreytingar á meðan á úrræðinu stendur mun það hafa áhrif á reiknaða greiðslubyrði láns að tólf mánuðum liðnum þegar hún er reiknuð að nýju í samræmi við skilmála láns.

Nánar um greiðslur á meðan á úrræði stendur

Á meðan á úrræði stendur er framkvæmdur útreikningur í hverjum mánuði sem tilgreinir hvernig skipta eigi greiðslum. Vextir greiðast í forgangi og því er almennt að lækkuð afborgun sem lánþegi greiðir á meðan á úrræði stendur er einungis greiðsla vaxta. 

Eftir stendur sá hluti sem telur 30% og er þá almennt að hann skiptist í eftirstöður vaxta (sá hluti vaxta sem lánþegi greiddi ekki með lækkaðri greiðslubyrði) og afborgun inn á höfuðstól láns. Þessu er ráðstafað þannig:

  • Afborgun inn á höfuðstól er frestað um tólf mánuði og lánstími er lengdur.
  • Eftirstöðvar vaxta bætast við höfuðstól að tólf mánuðum liðnum og er þeim dreift á þann fjölda gjalddaga sem eftir eru.

Lækkuð fjárhæð sem lánsþegi greiðir er alltaf sú sama á meðan á úrræði stendur, en útreikningur á vöxtum fer eftir vaxtaákvæði hvers mánaðar.