Frestun greiðslna er tímabundið úrræði þegar breytingar verða á aðstæðum sem geta haft tímabundin áhrif á greiðslugetu eins og til dæmis fæðingarorlof, atvinnumissir, veikindi eða greiðsluerfiðleikar. Áhersla er lögð á að aðstoða lántaka eftir fremsta megni til að unnt sé að standa í skilum með lán. Þegar lántaki sækir um frestun á greiðslum þurfa eftirfarandi upplýsingar og gögn að liggja fyrir:
- Ástæða frestunar og viðeigandi fylgigögn í umsókn.
- Tilgreina hvort óskað er eftir frestun í þrjá, sex, níu eða tólf mánuði.
- Greiðslur sem frestast leggjast á höfuðstól lánsins.
- Tilgreina hvort vanskilum og kostnaði sé bætt við höfuðstól lánsins.
FæðingarorlofÞegar lántaki fer í fæðingarorlof er hægt er að sækja um tímabundna frestun á greiðslum. Í umsókn þarf að taka fram að ástæðan sé fæðingarorlof og tiltaka það tímabil sem óskað er eftir að greiðslur frestist. Til staðfestingar þarf að skila greiðsluyfirliti frá fæðingarorlofssjóði. Fylgiskjöl: Greiðsluyfirlit frá fæðingarorlofssjóði
|
AtvinnumissirLendi lántaki í atvinnumissi sem hefur áhrif á getu til að standa í skilum með lán er hægt að sækja um tímabundna frestun á greiðslum. Í umsókn þarf að taka fram að ástæðan sé atvinnumissir og tiltaka það tímabil sem óskað er eftir að greiðslur frestist. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á atvinnumissi frá Vinnumálastofnun. Fylgiskjöl: Staðfesting frá Vinnumálastofnun
|
VeikindiKomi upp veikindi hjá lántaka sem hafa áhrif á getu til að standa í skilum með lán er hægt að sækja um tímabundna frestun á greiðslum. Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð sem staðfestir veikindi. Í umsókn þarf að taka fram að ástæðan sé veikindi og tiltaka það tímabil sem óskað er eftir að greiðslur frestist. Fylgiskjöl: Læknisvottorð
|
GreiðsluerfiðleikarLendi lántaki í greiðsluerfiðleikum af öðrum orsökum sem hafa áhrif á getu til að standa í skilum með lán er hægt að sækja um tímabundna frestun á greiðslum. Með umsókn þarf að fylgja greinargerð frá lántaka sem tilgreinir ástæðu og umfangi greiðsluerfiðleika. Í umsókn þarf að taka fram að ástæðan sé greiðsluerfiðleikar og tiltaka það tímabil sem óskað er eftir að greiðslur frestist. Jafnframt þarf að taka fram hvort óskað sé eftir því að vanskilum og kostnaði verði bætt við höfuðstól lánsins. Fylgiskjöl: Greinargerð vegna greiðsluerfiðleika |
Sérstakt úrræði
Hægt er að óska eftir tímabundnum vanskilasamningi en þá er samið um uppgjör vanskila á ákveðnu tímabili. Vinsamlegast hafið samband við starfsfólk lánadeildar Brúar fyrir frekari upplýsingar, í tölvupóstfangið lanamal@lifbru.is eða í síma 5 400 700.
Ef um veruleg vanskil er að ræða er lántakendum bent á að hafa samband við ráðgjafa hjá Umboðsmanni skuldara. Sjá nánari upplýsingar: http://www.ums.is/