Hafi einstaklingur, sem fallið hefur frá, verið lánþegi hjá sjóðnum getur aðstandandi með leyfi frá sýslumanni sótt um að fá upplýsingar um stöðu lána og í kjölfarið skilað inn umsókn um yfirtöku á greiðsluseðlum lánsins, á meðan dánarbú stendur í skiptum. Það tímabil getur þó ekki verið lengra en tólf mánuðir.
Vilji aðstandandi áfram sitja í óskiptu búi án þess að greiða upp lán þarf að skila inn umsókn innan tólf mánaða frá andláti sem tilgreinir að hann vilji yfirtaka lánið. Þá þarf að gangast undir lánshæfis- og greiðslumat og skila viðeigandi gögnum.
Nýr viðtakandi greiðsluseðla láns
Afgreiðsla dánarbús
Ef lán er ekki uppgreitt innan tólf mánaða þarf að upplýsa sjóðinn um afgreiðslu dánarbúsins sem kann að fela í sér ný lánaskjöl að undangengnu lánshæfis- og greiðslumati umsækjanda. Með umsókn þarf að fylgja:
- Staðfesting frá sýslumanni á umboði vegna dánarbús.
- Gögn til sjóðsins vegna lánshæfis- og greiðslumats.