25.09.2020
Almennt
Viljayfirlýsing um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar undirrituð í dag
Í dag undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og aðilar sem
fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði „Viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu
sjálfbærrar uppbyggingar“. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, Samtök
fjármálafyrirtækja (SFF), Landssamtök lífeyrissjóða (LL) og Forsætisráðuneytið unnu að mótun
hennar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði.