Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

Almennt

Sjóðurinn verður lokaður föstudaginn 14. febrúar 2020

Á morgun er rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og því verður sjóðurinn lokaður a.m.k. til klukkan 13:00. Fylgst verður með veðri og veðurspám og metið á hádegi hvort opnað verði þegar veður lægir. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Almennt

Vextir á óverðtryggðum lánum lækka

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að lækka vexti á nýjum óverðtryggðum sjóðfélagalánum frá og með 15. janúar. Breytingin á vöxtunum nær einnig til útgefinna lána en samkvæmt lögum þarf að tilkynna vaxtabreytingu með 30 daga fyrirvara og taka vextirnir því gildi á næsta gjalddaga að þeim tíma liðnum. Óverðtryggðir breytilegir vextir lækka úr 5,1% í 4,9% og vextir á óverðtryggðum viðótarlánum fara í 5,9% úr 6,1% en óverðtryggðir fastir vextir verða 5,5%