13.04.2021
Almennt
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að lækka vexti frá og með 15. apríl 2021. Breytingin á vöxtunum nær einnig til útgefinna lána en samkvæmt lögum þarf að tilkynna vaxtabreytingu með 30 daga fyrirvara og taka vextirnir því gildi á næsta gjalddaga að þeim tíma liðnum.
Verðtryggðir breytilegir vextir verða 1,7%, óverðtryggðir breytilegir vextir 3,6%, vextir á óverðtryggðum viðbótarlánum 4,6% og óverðtryggðir fastir vextir 4,4%. Sjá nánar í vaxtatöflu hér.
Vaxtakjör þeirra lána sem eru í vinnslu hjá sjóðnum taka mið af lægri vöxtunum.