Fara í efni

Útboð ytri endurskoðun 2019-2023

Frestur til að skila inn tilboðum í ytri endurskoðun Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar vegna áranna 2019 til 2023 þ.e. næstu fimm reikningsskilaár rann út kl. 13 þriðjudag 20. ágúst. Alls bárust fimm tilboð, sjá hér bjóðendur í stafrófsröð:

  1. Deloitte                    kr. 70.060.000
  2. Grant Thornton        kr. 30.380.000   
  3. KPMG                      kr. 53.568.000
  4. PwC                         kr. 58.590.000   
  5. Rýni endurskoðun    kr. 60.153.282     

                                                         

Kynningarfundur og mat tilboða

Endurskoðunarnefndir sjóðanna sjá um að meta tilboðin út frá verði, hæfni, reynslu og menntun endurskoðunarteymisins, endurskoðunar­áætlun og kynningu, en gert er ráð fyrir að bjóðendur kynni tilboð sitt fyrir nefndum sjóðanna. Kynningar­fundurinn verður haldinn eftir hádegi þann 28. ágúst 2019.