Fara í efni

Þóknanir erlendra líftrygginga þykja stangast á við lög

Áhugaverða fjölmiðlaumfjöllun hefur verið undanfarið um þóknanir sem teknar eru af greiddum iðgjöldum af erlendum lífeyristryggingum. Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Íslenska lífeyrissjóðsins og stjórnarmaður Landssamtaka lífeyrissjóða, vakti athygli á háum þóknunum erlendra lífeyristrygginga í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu.

Ólaf­ur bendir á að auk líf­eyr­is­sjóða og inn­lendra vörsluaðila líf­eyr­is­sparnaðar bjóða þrír er­lend­ir vörsluaðilar upp á þjón­ustu tengda sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnaði hér landi, þ.e. Alli­anz, Bayern-Líf og VPV. Þá veltir hann því fyrir sér hvort þóknanir erlendra vörsluaðila sem bjóða upp á viðbótarlífeyrissparnað hér á landi séu í samræmi við íslensk lög. Sam­kvæmt lög­um um líf­eyr­is­sjóði megi aðeins verja líf­eyr­isiðgjaldi sem greitt er af laun­um hvers og eins til öfl­un­ar líf­eyr­is­rétt­inda og óheim­ilt sé að ráðstafa því í þókn­an­ir eða ann­an kostnað líkt og er­lendu aðilarn­ir gera.

 

Fjölmiðlaumfjöllun:

Þóknanir þykja stangast á við lög | mbl.is

Þóknanir erlendra vörsluaðila | Greinasafn morgunblaðsins

Íslenska séreignin leggur þýska stálið | Almenni.is