Áhugaverða fjölmiðlaumfjöllun hefur verið undanfarið um þóknanir sem teknar eru af greiddum iðgjöldum af erlendum lífeyristryggingum. Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Íslenska lífeyrissjóðsins og stjórnarmaður Landssamtaka lífeyrissjóða, vakti athygli á háum þóknunum erlendra lífeyristrygginga í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu.
Ólafur bendir á að auk lífeyrissjóða og innlendra vörsluaðila lífeyrissparnaðar bjóða þrír erlendir vörsluaðilar upp á þjónustu tengda séreignarlífeyrissparnaði hér landi, þ.e. Allianz, Bayern-Líf og VPV. Þá veltir hann því fyrir sér hvort þóknanir erlendra vörsluaðila sem bjóða upp á viðbótarlífeyrissparnað hér á landi séu í samræmi við íslensk lög. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði megi aðeins verja lífeyrisiðgjaldi sem greitt er af launum hvers og eins til öflunar lífeyrisréttinda og óheimilt sé að ráðstafa því í þóknanir eða annan kostnað líkt og erlendu aðilarnir gera.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Þóknanir þykja stangast á við lög | mbl.is