18.08.2016
Almennt
Tekjuathugun hjá örorkulífeyrisþegum Brúar lífeyrissjóðs fór fram í sumar. Óskað var eftir upplýsingum um tekjur örorkulífeyrisþega á árinu 2015 og í framhaldinu kannað hvort breytingar á tekjum gætu haft áhrif á lífeyrisgreiðslur.
Beiðni um tekjuupplýsingar var send til örorkulífeyrisþega í byrjun sumars og síðar ítrekun til þeirra sem ekki höfðu sent upplýsingar til sjóðsins. Frestur til að skila umbeðnum tekjuupplýsingum var til 15. ágúst. Svarbréf er sent til allra örorkulífeyrisþega að tekjuathugun lokinni og hafa margir þeirra þegar fengið svar.
Skortur á upplýsingagjöf til sjóðsins leiðir til þess að örorkulífeyrisgreiðslur falla niður.