11.08.2017
Almennt
Sjóðfélagar sem sækja um lán hjá Brú lífeyrissjóði geta framvegis fengið greiðslumat hjá sjóðnum. Kostnaður við greiðslumat er kr. 7.500 fyrir einn umsækjanda og kr. 11.500 fyrir tvo umsækjendur. Kostnaðurinn dregst af láninu.
Ennþá er hægt að skila inn greiðslumati frá öðrum lánveitendum sem falla undir lög nr. 118/2016, en þá þurfa öll fylgigögn að fylgja. Greiðslumat má ekki vera eldra en 12 mánaða og sé matið eldra en 3ja mánaða þarf sjóðfélagi að undirrita staðfestingu þess efnis að þær upplýsingar sem matið byggðist á hafi ekki breyst og fjárhagsstaða hans sé ekki verri en þegar matið var framkvæmt.