23.03.2020
Almennt
LSR
Móttaka Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður lokuð frá og með þriðjudeginum 24. mars vegna COVID-19. Starfsfólk sjóðsins mun áfram sinna sínum verkefnum en gera má ráð fyrir skerðingu á þjónustu þannig að afgreiðsla mála geta tekið lengri tíma. Á heimasíðu sjóðsins má nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán og á Mínum síðum er hægt að sækja um lífeyri og lán.
- Hægt er að koma gögnum til sjóðsins í póstkassa sem staðsettur er í anddyrinu á 1. hæð.
- Gögn sem þurfa að berast viðskiptamönnum verða send í pósti.
- Hægt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti á lifeyri@lifbru.is og lanamal@lifbru.is
- Símaþjónusta er alla virka daga frá kl. 9:00 til 14:00 í síma 5400700