Við vekjum athygli á sérstökum vaxtastuðningi sem tilkynnt er um á Skatturinn.is.
Vaxtastuðningur er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali og þarf ekki sérstaklega að sækja um hann. Skilyrði fyrir stuðningi er að framteljandi hafi átt fasteign á árinu 2023 og talið fram vaxtagjöld á framtali af lánum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Nánar um vaxtastuðning, útreikning, ráðstöfun og ákvæði má finna á Skatturinn.is
Sérstakur vaxtastuðningur | Skatturinn.is
Á Skatturinn.is er tekið fram:
„Á þjónustusíðunni skattur.is þarf framteljandi að tilgreina inn á hvaða lán skuli greiða. Það skal gert á tímabilinu 1.-30. júní 2024. Ef ekkert er valið verður fjárhæðin greidd inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvarnar, samkvæmt skattframtali.“