Fara í efni

Samkomulag við lífeyrissjóði vegna húsnæðislána í Grindavík

Brú lífeyrissjóður hefur ritað undir samkomulag við fjármála- efnahagsráðherra, ásamt 11 lífeyrissjóðum, um stuðning ríkissjóðs vegna húsnæðislána til einstaklinga í Grindavík.

Með samkomulaginu tekur ríkissjóður að sér að greiða áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum einstaklinga vegna fasteigna þeirra í Grindavík yfir sex mánaða tímabil. Stuðningur ríkissjóðs nær ekki til afborgunar af höfuðstóli sjóðfélagalána og gert er skilyrði að fasteign hafi verið til eigin nota lántaka.

Þetta segir í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Starfsfólk Brúar lífeyrissjóðs mun vera í sambandi við lántakendur sjóðsins sem geta nýtt sér samkomulagið. 

 

Samkomulag vegna húsnæðislána lífeyrissjóða í Grindavík | Stjórnarráðið