18.12.2024
Almennt
LSR
Við viljum upplýsa sjóðfélaga sem eiga réttindi í Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar að sjóðurinn hefur nú sameinast inn í R deild hjá Brú lífeyrissjóði. Engin breyting verður á þjónustu við sjóðfélaga LsRb en þar má nefna að Brú lífeyrissjóður hefur séð um rekstur sjóðsins frá árinu 1999.
Meginforsendur sameiningarinnar eru að réttindi og réttindaávinnsla sjóðfélaga verða óbreytt sem og bakábyrgð Reykjavíkurborgar.
Á undanförnum árum hafa kröfur til lífeyrissjóða aukist með tilheyrandi kostnaði en sameining lífeyrissjóðanna er liður í því að gera reksturinn hagkvæmari og skilvirkari. Við hjá Brú lífeyrissjóði kappkostum að veita góða þjónustu.
Hægt er að bóka viðtal á vefsíðu okkar eða hafa samband í síma 5400700 eða í tölvupósti lifbru@lifbru.is eða lifeyrir@lifbru.is