Rannsóknarstofnun um lífeyrismál (e. Pension Research Institute Iceland - PRICE) er tekin til starfa og var fyrsta ráðstefna á vegum stofnunarinnar haldin síðastliðinn 30. maí.
Fjallað var um stefnumótun í lífeyrismálum og voru fimm þátttakendur í pallborðsumræðum um viðfangsefni til rannsóknar þau Ásta Ásgeirsdóttir, Torben M. Andersen, Svend E. Hougaard Jensen, Gylfi Zoëga og Michael Orzag.
Samantekt á helstu umræðuefnum má finna á lífeyrismál.is.
Ráðstefna 30. maí á vegum PRICE | lífeyrismál.is
Markmið rannsóknarstofnunarinnar er að efla rannsóknir og auka skilning á lífeyrismálum með því að efna til samstarfs innlendra og erlendra fræðimanna og fá upplýsingar og hugmyndir um skipan lífeyrismála í öðrum ríkjum með vinnustofum og ráðstefnuhaldi.
Stofnuninni er ætlað að vera fræðasamfélag og samstarfsvettvangur sem nýst getur við rannsóknir og greiningar á sviði lífeyrismála og stutt við framtíðarþróun íslenska lífeyriskerfisins en gegnir hún einnig því hlutverki að efla upplýsta umræðu um málefni lífeyrissjóða á Íslandi.
Næst á dagskrá er málstofa 7. júní þar sem fjallað verður um fjárfestingar lífeyrissjóða, erlendar eignir sjóðanna og tengd mál.
7. júní: Robert Z. Aliber um erlendar fjárfestingar | lífeyrismál.is