Fara í efni

Málstofa um samskipti fjárfesta og stjórna félaga

Landssamtök lífeyrissjóðanna efna til málstofu um hlutverk og samskipti fjárfesta og stjórnar skráðra félaga. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur skoðanaskipta fjárfesta og stjórnenda félaga um hvernig æskilegt sé að haga stefnumörkun og samskiptum þeirra á milli.

Málstofan verður haldin á Hótel Reykjavík Grand þriðjudaginn 28. janúar. Þar verða erindi og umræður og áhersla lögð á reglur og viðmið sem gilda um samskipti á hluthafafundum og á milli hluthafafunda. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Lífeyrismál.is.

 

Helstu upplýsingar:

  • Hótel Reykjavík Grand
  • Þriðjudaginn 28. janúar 2025
  • Hús opnar kl. 8:30
  • Málstofu lýkur kl. 14

Fundarstjóri málstofunnar verður Bergur Ebbi, rithöfundur og uppistandari.

 

Skráningarhlekkur | Lífeyrismál.is 

Málstofa um samskipti fjárfesta og stjórna félaga | Lífeyrismál.is

 

Málstofa um samskipti fjárfesta og stjórna félaga