31.03.2025
Almennt
Í dag var lífeyrir greiddur úr nýju réttindakerfi Brúar lífeyrissjóðs.
Lífeyrisþegar Lífeyrissjóðs Neskaupsstaðar, sem er eitt af réttindasöfnum B deildar sjóðsins, fengu greiðslur úr nýju kerfi.
- Launaseðlar þessara lífeyrisþega birtast með uppfærðu útliti inni á mínum síðum Brúar og island.is, en framvegis verður ekki hægt að nálgast þá í netbanka.
- Lífeyrisþegar sem fá einnig greiddan lífeyri úr öðrum deildum sjóðsins munu tímabundið fá tvo launaseðla vegna þessarar innleiðingar.
Innleiðing á nýju réttindakerfi Cala
Sjóðurinn hefur í samstarfi við Devon ehf. þróað nýtt réttindakerfi Cala, sem mun halda utan um iðgjöld, réttindaútreikninga og lífeyrisgreiðslur sjóðfélaga.
Stefnt er að því á næstu mánuðum að fleiri réttindasöfn innan sjóðsins bætist í hópinn í nýtt réttindakerfi. Sjóðurinn mun birta fréttir á heimasíðu sinni um hvern áfanga.